Hlaðvarp Krabbameinsfélagsins

Núvitund fyrir ungmenni sem hafa misst ástvin

Krabbameinsfélagið Season 1 Episode 6

Hvernig er að missa ástvin þegar maður er ungur að árum og á yfirleitt nóg með að taka þeim áskorunum sem fylgja daglegu lífi? Hulda Pálmadóttir segir okkur frá því hvernig námskeið sem hún sótti hjá Eddu Guðmundsdóttur, sálfræðingi, hjálpaði henni að takast á við hversdaginn með aðferðum núvitundar. Edda Margrét segir okkur einnig frá námskeiðinu.